Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 18:42:15 (6756)

2001-04-24 18:42:15# 126. lþ. 110.18 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[18:42]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti er spurður um hugsanleg úrræði minni hluta í þinginu, sem svo er nefndur hér, um að málið fari til nefndar milli 2. og 3. umr. Það er algerlega á valdi nefndarinnar sjálfrar að taka um það sjálfstæða ákvörðun og það er út af fyrir sig á valdi hvers nefndarmanns að óska eftir því í nefndinni hvaða mál eru þar tekin til umræðu. Komi til reglulegs fundar þessarar tilteknu nefndar milli umræðna þá getur hver og einn nefndarmaður óskað eftir því að ræða málið þar.

Nú liggur ekki ljóst fyrir hvenær 3. umr. málsins fer fram og forseti getur ekki á þessu stigi upplýst um það. En svona er staða málsins og fleiri eru ekki á mælendaskrá og þingsköpum samkvæmt mun málið væntanlega fara í efnislega atkvæðagreiðslu á morgun eins og venja er til.