Námsstyrkir

Miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 15:12:38 (6818)

2001-04-25 15:12:38# 126. lþ. 112.5 fundur 583. mál: #A námsstyrkir# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 126. lþ.

[15:12]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég tel að því marki hafi alveg verið náð sem ríkisstjórnin setti sér með jöfnun námskostnaðar. Ég þekki það mjög vel sjálf. Ég tel í rauninni að jöfnuðurinn sé orðinn mjög eðlilegur miðað við að það kostar líka að vera með unglinga í framhaldsnámi í Reykjavík og á öðrum þéttbýlisstöðum.

Ég held að þessi breyting sé líka heilmikið sóknarfæri fyrir skólana úti á landi. Ég vil t.d. minna á Laugarvatn. Þeir geta nú farið að sækja nemendur til Reykjavíkur.

Ég vil síðan aðeins taka það fram að mér þykir gott að reglugerðin um fjarlægðarmörk verði endurskoðuð, því auðvitað verður að taka tillit til landfræðilegra aðstæðna. Það getur verið munur á þessu gráa svæði, 30 km, og taka verði sérstakt tillit til þeirra. En ég tel að jöfnunin hafi náðst fram hjá ríkisstjórninni.