Fjöldi nemenda í framhaldsskólum

Miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 15:39:40 (6829)

2001-04-25 15:39:40# 126. lþ. 112.7 fundur 607. mál: #A fjöldi nemenda í framhaldsskólum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 126. lþ.

[15:39]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Eitt mesta mótunarskeið mannsins eru árin frá 16 ára til tvítugs. Það er mikið áhyggjuefni að heyra að það séu 24% nemenda sem hverfa frá námi á þessum árum. Við þurfum að finna þær leiðir sem verða til að draga úr brottfalli nemenda. Það er einmitt oft erfitt fyrir nemendur á þessum árum að taka ákvörðun um framtíðina og hvernig þeir eiga að bæta námsárangur sinn. Það kom fram í rannsókn í Bandaríkjunum að bæði aðstoð og stuðningur foreldranna og eins skólanna skiptir verulegu máli. Þetta má heimfæra á okkur.

Ég vil benda á að hv. þm. Ásta Möller er 1. flm. á þáltill. um heilsuvernd í skólum sem gæti orðið töluverð stoð einmitt í því að hjálpa unglingum að fóta sig.

Eins vil ég benda á hvort ekki væri hægt að huga að því að vera einnig með styttri námsbrautir.