Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 11:37:00 (6856)

2001-04-26 11:37:00# 126. lþ. 113.3 fundur 481. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (samvinnufélög) frv. 30/2001, ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[11:37]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs til að ítreka þá fyrirvara sem fram hafa komið í máli þingmanna Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs sem hafa tjáð sig um þessi þrjú frv., sem eru nátengd, þetta frv. og hin tvö sem voru rædd hér á undan. Við lýsum fyrirvörum, ég ítreka fyrirvara sem fram hafa komið af hálfu ríkisskattstjóra við fyrsta frv. og við gerum einnig athugasemdir og höfum fyrirvara á þeirri aðferðafræði sem er verið að beita og hefðum talið æskilegt að þessi mál hefðu fengið meiri umfjöllun í þjóðfélaginu almennt áður en þau verða gerð að lögum.