Meðferð opinberra mála

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 16:41:56 (6904)

2001-04-26 16:41:56# 126. lþ. 113.6 fundur 367. mál: #A meðferð opinberra mála# (opinber rannsókn) frv. 27/2001, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[16:41]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil fullvissa hv. þingmenn um að ég hef lesið þessa tillögu og ég vil í tilefni af orðum hv. þm. Bryndísar Hlöðversdóttur benda henni á það sem segir í lok tillögunnar.

,,Hafni Alþingi þingsályktunartillögunni, eða afgreiði hana ekki, er ákvörðun dómsmálaráðherra úr gildi fallin og stendur þá fyrri ákvörðun ríkissaksóknara.``

Eru þetta ekki afskipti þingsins, hv. þm.?