Áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 19:15:13 (6937)

2001-04-26 19:15:13# 126. lþ. 113.10 fundur 348. mál: #A áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa# (heildarlög) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[19:15]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Hjálmar Árnason talaði um að mönnum nýttist ekki námið í Sjómannaskólanum. Ég tel að það hafi breyst við upptöku áfangakerfisins m.a. í Stýrimannaskólanum. Þar eru menn að taka sömu áfanga og eru almennt í framhaldsskólum, þ.e. sömu áfangar eru notaðir. Það ætti að koma að fullum notum fyrir ungmenni ef þau vilja nýta sér áfangana í öðru námi en svo var ekki þegar skólinn var með bekkjakerfið. Þá nýttist það ekki.