Almenn hegningarlög

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 11:19:52 (6970)

2001-04-27 11:19:52# 126. lþ. 114.12 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[11:19]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Vegna athugasemda hv. þm. við störf forseta vill forseti taka fram að honum var kunnugt um að hæstv. dómsmrh. var að koma í húsið þegar umræðan hófst. Í öðru lagi vil ég taka fram að forseti getur ekki passað þingmenn eins og ungbörn. Þeir verða sjálfir að hafa rænu á að koma sér á mælendaskrá ef þeir vilja taka til máls.