Almenn hegningarlög

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 11:21:49 (6972)

2001-04-27 11:21:49# 126. lþ. 114.12 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[11:21]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Að sjálfsögðu er forseti sammála hv. þm. um það að öll sjónarmið þurfi að koma fram en þingmenn verða auðvitað sjálfir að vera á verði og biðja um orðið þegar þeir vilja taka til máls. Það hefur gjarnan verið litið í gegnum fingur með það hér í forsetastól að menn fengju að skrá sig á mælendaskrá þó mál væru ekki komin á dagskrá. Það hafði enginn gert og enginn bað um orðið þegar forseti boðaði þetta mál ítrekað á dagskrá áðan. Mér finnst þetta frekar ósanngjörn gagnrýni.