Eiturefni og hættuleg efni

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 15:18:54 (7022)

2001-04-27 15:18:54# 126. lþ. 114.13 fundur 369. mál: #A eiturefni og hættuleg efni# (yfirstjórn, gjaldtaka o.fl.) frv., Frsm. KPál
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Frsm. umhvn. (Kristján Pálsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti umhvn. um breytingu á lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Óskar Maríusson frá Samtökum atvinnulífsins, Ingimar Sigurðsson frá umhvrn., Sigurbjörgu Gísladóttur frá Hollustuvernd ríkisins, Sigríði Andersen frá Verslunarráði Íslands, Kristján Sigmundsson frá Halldóri Jónssyni ehf., Frank Pitt frá Pharmaco og dr. Þorkel Jóhannesson.

Þá bárust nefndinni ýmsar umsagnir um þetta mál.

Í athugasemdum með frv. kemur fram að í því séu atriði sem ekki geti beðið heildarendurskoðunar laganna. Ýmist sé um að ræða nauðsynlegar breytingar vegna þess að ekki sé tekið á málum í lögum eða til að eyða réttaróvissu.

Nefndin leggur til, herra forseti, að frv. verði samþykkt óbreytt eins og það var lagt fyrir. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru hv. þm. Ólafur Örn Haraldsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Katrín Fjeldsted. Álitið er samþykkt einróma af nefndinni að öðru leyti. Undir það rita, fyrir utan þann sem hér stendur, hv. þm. Ásta Möller, Gunnar Birgisson, Jóhann Ársælsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Ólafía Ingólfsdóttir.