Samningsmál lögreglumanna

Mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 15:14:41 (7043)

2001-04-30 15:14:41# 126. lþ. 115.91 fundur 497#B samningsmál lögreglumanna# (aths. um störf þingsins), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 126. lþ.

[15:14]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Hæstv. dómsmrh. sagði áðan í umræðum um störf þingsins að lögreglumenn væru svo langlífir, ég skildi það þannig, að þess vegna væri engin ástæða til að stytta starfsaldurinn hjá þeim, þeir gætu orðið svo gamlir. Mér finnst þetta eiginlega svolítið sérkennilegt og ekki mjög beysin rök í málinu.

En ég tel að það hafi ekkert komið fram hjá hæstv. ráðherrum sem bendir til að neitt sé að gerast í þessari deilu, því miður. Lögreglumenn hafa a.m.k. sjálfir haldið því fram á þessum síðustu dögum að ekkert væri að gerast. Ég tel að það sé full ástæða til þess frá hendi ríkisins að leggja meiri áherslu á að halda friðinn við þessa stétt en hefur verið gert. Mér finnst að eftir allar ræðurnar hjá hæstv. dómsmrh. um að það sé allt í lagi í þessari grein þá ætti það að vera metnaðarmál hjá hæstv. ráðherra að sjá til þess að það væri friður við lögregluna. Það er ekki friður við lögregluna núna. Það þarf að ná þeim friði og það þarf að gerast sem allra fyrst en til þess þurfa menn að leggja sig fram í samningum. Það hefur ekki verið gert. Ég hvet til þess að hæstv. ráðherrar taki á þessu máli á næstu dögum og gangi frá samningum við lögreglumenn sem allra fyrst.