Almenn hegningarlög

Mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 15:17:44 (7045)

2001-04-30 15:17:44# 126. lþ. 115.1 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, ÞKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Virðulegi forseti. Mál þetta hefur verið vandlega skoðað og metið og í ljósi þess tel ég fullkomlega eðlilegt að þetta lagaákvæði almennra hegningarlaga frá árinu 1974 sé endurskoðað. Að víkka út refsirammann í fíkniefnabrotum er einn þáttur af mörgum í baráttunni gegn fíkniefnabrotum. Það er ljóst að þegar um jafnalvarlega og skipulagða brotastarfsemi er að ræða, þar sem menn með afar einbeittan brotavilja nýta sér markvisst veikleika fólks, einkum ungmenna, þá er mikilvægt að senda skýr skilaboð. Því segi ég já, herra forseti.