Meðferð opinberra mála

Mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 15:32:29 (7051)

2001-04-30 15:32:29# 126. lþ. 115.12 fundur 367. mál: #A meðferð opinberra mála# (opinber rannsókn) frv. 27/2001, ÞKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 126. lþ.

[15:32]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er ekki verið að ógna sjálfstæði ákæruvaldsins hér á landi. Miklu frekar er verið að efla réttarríkið enda er ekki um eiginlegar sakamálarannsóknir að ræða. Þetta mál stuðlar að því að sannleikurinn og réttlætið nái fram að ganga og því segi ég já, herra forseti.