Meðferð opinberra mála

Mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 15:32:58 (7052)

2001-04-30 15:32:58# 126. lþ. 115.12 fundur 367. mál: #A meðferð opinberra mála# (opinber rannsókn) frv. 27/2001, dómsmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 126. lþ.

[15:32]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Ég tel eðlilegt að slík kæruhugmynd sé fyrir hendi í svo sérstöku máli enda meginregla í stjórnarfari okkar hvort sem er í dómskerfinu eða hjá stjórnsýslunni að sérhver ákvörðun lúti endurskoðun æðra stjórnvalds eða æðri dómstóls sem tryggir auðvitað réttaröryggi borgaranna. Venjulega tekur ríkissaksóknari mál til meðferðar sem æðra stjórnvald eftir að rannsókn lögreglu er lokið. Í málum af þessum toga er hins vegar ákvörðun tekin af ríkissaksóknara á fyrsta stigi og er sú ákvörðun lokaákvörðun samkvæmt gildandi lögum. Því er þetta frv. lagt fram. Athuga verður að mál af þessum toga eru afar sérstæð og heyra til algerra undantekninga. Ég fagna því að þessu frv. er vel tekið á hinu háa Alþingi og segi já.