Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 10:50:10 (7085)

2001-05-02 10:50:10# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[10:50]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Í Noregi voru menn í fjórar vikur að ákveða sölu á norska símanum en tóku sér átta mánuði til að undirbúa söluna. Hér á landi voru menn eitt og hálft ár að taka ákvörðun um söluna en síðan taka þeir sér ekki nema sex vikur til að undirbúa hana. Þetta er ákaflega mikill flumbrugangur og tímapressan er gríðarleg.

Síminn átti í lok mars fyrsta fund með þeim fyrirtækjum sem áttu að vinna verðmat á honum, samhliða bankanum sem átti síðan að sjá um söluna. Síminn á skila lokaskýrslu sinni með öllum gögnum fyrir 5. maí.

Ég spyr hæstv. ráðherra: Telur hann að Síminn geti undir þessari gríðarlegu tímapressu skilað gögnum sínum í tæka tíð? Telur hann að gæði gagnanna verði nægilega mikil til þess að hægt sé hægt að vinna verkið eins og vera ber?