Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 11:08:09 (7100)

2001-05-02 11:08:09# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[11:08]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er fjarri því að mikið óðagot sé í þessum áformum okkar um sölu. Við gerum ráð fyrir að selja í fyrstu 14% og síðan 10% af hlutafé Símans og loks 25% þannig að fyrstu áfangarnir verða upp í 49%. Þetta tekur því allt saman sinn tíma að sjálfsögðu. En það er fjarri öllu lagi að það sé eitt umfram allt annað sem veldur því að við viljum fá þessar heimildir til sölu núna.

Ég tók sérstaklega fram í framsögu minni áðan að auðvitað tökum við ákvarðanir um sölu á einstökum pörtum í Símanum í ljósi efnahagsumhverfisins og þess umhverfis sem markar verðið. Það verður ekkert óðagot viðhaft.