Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 11:40:36 (7108)

2001-05-02 11:40:36# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[11:40]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég óska eftir því að hv. þm. skýri frekar þessa yfirlýsingu sína um að í gildi sé lögvernduð einokun Símans á þessum markaði varðandi grunnnetið. Ég vil skýra þetta frekar. Ég spyr hv. þm.: Telur hann að í fjarskiptalöggjöfinni, þar sem m.a. er kveðið á um alþjónustuna eins og hún er skýrð þar, um aðgang samkeppnisaðila að grunnnetinu, um reikisamninga, um samtengingar og fjölmörg fleiri ákvæði fjarskiptalaganna, telur hann enn þá að í þessu felist lögvernduð einokun Símans og þess vegna eigi að halda grunnnetinu eftir í eigu ríkisins?

Ég vona að hv. þm. geti skýrt þetta frekar.