Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 12:33:17 (7116)

2001-05-02 12:33:17# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[12:33]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem tíminn er knappur ætla ég að fara beint í aðalatriði þessa máls.

Fyrir u.þ.b. ári eða svo flutti hv. þm. ræðu í umræðu hér um endurmat á verðmæti Landssímans en þar sagði svo, með leyfi forseta:

,,Landssíminn er ráðandi á íslenskum fjarskiptamarkaði og drottnar yfir nýjum fyrirtækjum sem reyna að hasla sér völl á þessu sviði. Verði hann seldur í einu lagi er einfaldlega verið að koma á Microsoft-ástandi á Íslandi. Ég vara við því.``

Í ræðu sem hv. þm. flutti hér áðan var hann einmitt og nákvæmlega að mæla fyrir þeirri leið sem hann varaði við fyrir ári. Þá höfðu umrædd fjarskiptalög löngu tekið gildi og því breyta þau ekki neinu í þessari forsendu.

Því spyr ég hv. þm.: Hvernig stendur á því að hann hefur í raun og veru hent öllum samkeppnissjónarmiðum og kastað þeim fyrir róða en þess í stað mælt máli sínu bót á einhverjum tækniforsendum?