Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 12:44:37 (7125)

2001-05-02 12:44:37# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[12:44]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að svara upphafsorðum hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar, þau dæma sig sjálf.

Hins vegar er það rétt og um það erum við sennilega sammála, að hér eru komin fjarskiptalög, en það sem hefur breyst og hv. þm. Össur Skarphéðinsson hefur sennilega ekki fylgst með, er að fyrirtækin í landinu hafa lagað sig að þessu og eru býsna sátt við það samkeppnisumhverfi sem hér hefur skapast.

Ég vil bæta því við, hv. þm., að ég lýsti því yfir og ég mun gera það ef fákeppni er til staðar þá lýsi ég áhyggjum mínum. En það hefur margsinnis komið fram í ræðum hér, þó hv. þm. virðist einhvern veginn hafa misst af því, að sú fákeppni er ekki til staðar eftir að fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði löguðu sig að fjarskiptalögunum og eiga greiðan aðgang að því neti sem hér er kannski oftast til umræðu. Fákeppnin er ekki til staðar og það var eðlilegt að menn horfi á þann veruleika en séu ekki með útúrsnúninga eins og mér finnst koma nokkuð fram hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni.