Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 16:30:34 (7161)

2001-05-02 16:30:34# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[16:30]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Samkvæmt fjarskiptalögum er gert ráð fyrir því að jöfnun komi í gegnum rekstur með ákveðnu jöfnunargjaldi. Það er þannig alveg skýrt. Ég er hins vegar klár á því að afstaða Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs er alveg skýr í málinu. Þeir vilja ekki selja. Ég meðtek það eins og það er. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að gera neinar athugasemdir við það.

Ég legg áherslu á það sem ég hef sagt, að samkeppnin er drifkraftur þróunar og uppbyggingar. Við höfum séð það á þeim árum sem liðin eru frá því að samkeppnin var innleidd á fjarskiptasviði. Ég held að menn hljóti að geta verið sammála um þessar staðreyndir, að samkeppnin sem hér hefur mótast, er að mótast og verður vonandi sem mest á þessu sviði, er drifkrafturinn í framþróun og uppbyggingu á fjarskiptasviði.