Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 16:50:04 (7166)

2001-05-02 16:50:04# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[16:50]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Það þótti alltaf heldur ill staða að vera búinn að koma sér í það klandur að telja að besta lausnin til næsta dags væri að selja bestu kúna sína, snemmbæra kú í hárri nyt, leiða hana út til þess að bjarga sér fyrir horn til næsta dags. Það er ekki mikil framsýni í því og það er í rauninni megininntak og tilgangur sölu Landssímans sem hér er á ferðinni og hefur komið fram í umræðunni.

Það er alveg ljóst að samkeppnisstaða stórs hluta landsins skerðist. Jöfnunaraðgerðir eiga að koma í gegnum ríkissjóð en ekki gegnum rekstur þessara fyrirtækja og við erum að fara niður á allt aðra og nýja pólitíska sýn þar sem nokkrum einstaka fyrirtækjum verður afhent leyfi til þess að hirða gróðann, hirða rjómann af bestu viðskiptunum en síðan á hitt að koma í gegnum ríkissjóð með tilheyrandi niðurlægingartali.