Utandagskrárumræða um gengisþróun

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 20:03:33 (7202)

2001-05-02 20:03:33# 126. lþ. 116.96 fundur 508#B utandagskrárumræða um gengisþróun# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[20:03]

Forseti (Halldór Blöndal):

Vegna ummæla hv. þm. vil ég taka fram að í 50. gr. þingskapa segir:

,,Í allt að hálftíma á venjulegum fundartíma geta þingmenn fengið tekið fyrir mál utan dagskrár, hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurnar til ráðherra. Skal þá þingmaður bera fram við forseta ósk sína hér um eigi síðar en tveimur klukkustundum áður en þingfundur hefst.``