Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 20:33:09 (7212)

2001-05-02 20:33:09# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[20:33]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara í umræður hér vegna ræðu hv. þm. Jóns Bjarnasonar um póstþjónustuna, við geymum það til betri tíma. En vegna þess að hv. þm. notaði það til samanburðar til að gera athugasemdir við það að eftirlit með rekstri fjarskiptafyrirtækjanna væri ekki til staðar á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og að engar reglur hefðu verið settar, þá vil ég vekja athygli hv. þm. á því að á bls. 98 í frv. er prentað upp leyfisbréf Landssíma Íslands sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út. Þar eru skilgreindar þær skyldur sem fólgnar eru í leyfisbréfinu vegna starfsemi Símans og það er að sjálfsögðu í samræmi við og til viðbótar við þær skyldur sem eru lögum samkvæmt. Þetta fyrirtæki, Síminn, eins og önnur símafyrirtæki, þarf að starfa á grundvelli og innan þess ramma sem starfsleyfisbréfið felur í sér. Á bls. 98 er gerð grein fyrir einmitt þessum atriðum.