Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 15:31:39 (7322)

2001-05-09 15:31:39# 126. lþ. 118.8 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv. 40/2001, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 126. lþ.

[15:31]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. vitnaði fyrst og fremst í aðra ráðherra en þann sem hér stendur en engu að síður þekki ég málið og veit það að fjárhagslegir erfiðleikar ákveðinna sveitarfélaga spila þarna inn í. Hv. þm. talaði einungis um félagslega kerfið. Hins vegar er meiningin, ef af því verður að sveitarfélög selji, að taka fyrst og fremst á almennum rekstrarvanda en að litlu leyti á vanda sem er til kominn vegna félagslega kerfisins. Rétt er að halda því til haga að það er fyrst og fremst verið að tala um almennan rekstrarvanda hjá ákveðnum sveitarfélögum sem ég ætla ekki að fara frekar út í enda er ég ekki með neinar tölur um það og þetta hefur ekki verið til umfjöllunar í iðnrn., einungis frv. eins og það liggur fyrir, þ.e. að breyta Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag. Það er það sem snýr að ráðuneyti mínu.