Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 18:13:41 (7336)

2001-05-09 18:13:41# 126. lþ. 118.8 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv. 40/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 126. lþ.

[18:13]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Samkvæmt reglunum um félagslegar íbúðir áttu menn að kanna þörfina og ég reikna með því að mörg sveitarfélög hafi gert það. Hins vegar heyrði maður af því og fékk það reyndar staðfest, þó ekki á Vestfjörðum, að menn hefðu farið út í svona íbúðabyggingar hreinlega með það að markmiði að fá til sín starfsmenn í sveitarfélagið við að byggja íbúðir, enda orðaði ég þessa fullyrðingu mjög varlega gagnvart sveitarfélögum á Vestfjörðum og sagði að sum ,,kynnu`` að hafa farið út í glannalegar fjárfestingar með þetta markmið. En hitt nefndi ég líka að umtalsverð fækkun íbúa hefði orðið þannig að áætlanir um þörf fyrir íbúðir hefðu allar riðlast.