Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 10. maí 2001, kl. 12:39:29 (7353)

2001-05-10 12:39:29# 126. lþ. 119.5 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 126. lþ.

[12:39]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki orðið var við að það væri neinn sérstakur staðall um framsöguræður formanna nefnda. Ég gerði grein fyrir því sem kemur fram í nál. Síðan bætti ég við skoðunum mínum um þetta mál og ég tel að það sé alveg í samræmi við það sem tíðkast í framsöguræðum. Ég hélt reyndar að það væri þannig á hinu háa Alþingi að frekar væri ætlast til þess að þingmenn segðu skoðanir sínar en að þeir pakki þeim niður.