Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 10. maí 2001, kl. 21:09:45 (7419)

2001-05-10 21:09:45# 126. lþ. 119.5 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 126. lþ.

[21:09]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til að beina spurningu til hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar.

Nú hefur Samfylkingin lagt fram brtt. við það frv. sem við ræðum, annars vegar að heimila eingöngu sölu á Búnaðarbankanum og hins vegar um að 10% af hlutafé verði dreift jafnt til landsmanna og með takmörkun á framsali. Og einnig í sambandi við hagsmuni starfsfólks, að gengið verði hægt um gleðinnar dyr að segja starfsfólki upp og fólk fái eðlilega aðlögun ef af því yrði að Búnaðarbankinn yrði settur á markað.

Ég vil lýsa þeirri skoðun minni að ég tel þessar tillögur skynsamlegar og held að það væri afar skynsamlegt að vera nú ekki að ætla sér meira en það að setja þá Búnaðarbankann á markað ef menn ætla að gera eitthvað í því, þó að ég telji að nú sé málum þannig komið að menn ættu að fresta þessu máli alfarið um stund.

En spurningin sem ég vil leggja fyrir hv. þm. er þessi: Ef svo skyldi fara að þessar skynsamlegu tillögur Samfylkingarinnar yrðu felldar af stjórnarliðum, má þá ætla sem svo að þar með muni Samfylkingin leggjast gegn því að sala á Búnaðarbankanum verði heimiluð?