Eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum

Fimmtudaginn 10. maí 2001, kl. 22:53:47 (7449)

2001-05-10 22:53:47# 126. lþ. 119.6 fundur 522. mál: #A eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum# (breyting ýmissa laga) frv. 69/2001, Frsm. VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 126. lþ.

[22:53]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli hv. þm. á því að það kemur algjörlega fram í 1. gr. frv. þar sem upptalning er á því hvað eigi að leggja fram og eins eru hér algjörlega skýr atriði um það hvað eigi að leggja til grundvallar. Stór hluti af ræðu hv. þm. áðan var bara alveg gjörsamlega óþarfur vegna þess að í brtt. frá efh.- og viðskn. kemur fram að:

,,Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágur frá skilum á upplýsingum skv. 4. mgr. hafi lögaðili ekki tök á að afla þeirra eða ef umsækjandi lýtur opinberu fjármálaeftirliti í öðru ríki og unnt sé að afla sambærilegra upplýsinga frá fjármálaeftirliti heimaríkis umsækjanda.``

Skriffinnskan er því í algjöru lágmarki, sérstaklega fyrir erlenda aðila sem hyggjast koma og eignast virkan eignarhlut í íslensku fjármálafyrirtæki, ekki síst ef viðkomandi starfar sem fjármálafyrirtæki á erlendri grund og heyrir undir erlent fjármálaeftirlit.