2001-05-11 10:10:57# 126. lþ. 120.11 fundur 644. mál: #A samningur um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum milli aðildarríkja Evrópusambandsins# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[10:10]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um samþykkt ákvörðunar ráðherraráðs Evrópusambandsins um að koma á, í samræmi við 34. gr. sáttmálans um Evrópusambandið, samningi um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum milli aðildarríkja Evrópusambandsins.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að samþykkja ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins um að koma á samningi um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum milli aðildarríkja sambandsins að því leyti sem ákvæði hans byggjast á Schengen-samningnum.

Ákvörðunin kallar á lagabreytingar hér á landi og hefur nefndin kynnt sér frumvarp til laga um breytingar á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem hefur verið til meðferðar í allsherjarnefnd. Þær breytingar lúta annars vegar að gagnkvæmri réttaraðstoð við sendingu og afhendingu málsskjala í sakamálum og hins vegar að réttarstöðu embættismanna frá öðrum ríkjum með tilliti til refsiverðra verknaða sem beinast að þeim eða þeir fremja sjálfir.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.