Genfarsamningur um skráningu hönnunar á sviði iðnaðar

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 10:27:18 (7472)

2001-05-11 10:27:18# 126. lþ. 120.13 fundur 658. mál: #A Genfarsamningur um skráningu hönnunar á sviði iðnaðar# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[10:27]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um aðild að Genfarsamningi um breytingu á Haag-samningnum um alþjóðlega skráningu hönnunar á sviði iðnaðar.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til þess að Ísland gerist aðili að Genfarsamningi um breytingu á Haag-samningnum um alþjóðlega skráningu hönnunar á sviði iðnaðar. Genfarsamningurinn gerir íbúum í aðildarríkjum hans kleift að sækja um alþjóðlega skráningu hönnunar beint til Alþjóðahugverkastofnunarinnar eða hjá einkaleyfaskrifstofu hvers ríkis.

Hið alþjóðlega skráningarkerfi gerir umsækjanda um skráningu hönnunar mögulegt að öðlast vernd í tilteknum fjölda ríkja með því að leggja inn eina umsókn, á einu tungumáli, gegn greiðslu tilskilins gjalds.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.