Landhelgisgæsla Íslands

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 10:52:26 (7484)

2001-05-11 10:52:26# 126. lþ. 120.21 fundur 673. mál: #A Landhelgisgæsla Íslands# (smíði varðskips) frv. 64/2001, Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[10:52]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá hv. allshn. um frv. til laga um breyting á lögum um Landhelgisgæslu Íslands.

Með frumvarpinu er lagt til að fellt verði niður ákvæði laganna um að við smíði varðskips og í tilteknum tilvikum við viðhald þess sé ekki skylt að láta fara fram útboð á verkinu. Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemd við þetta ákvæði núgildandi laga og er frumvarpið lagt fram í kjölfar samkomulags við stofnunina.

Mælir allsherjarnefnd með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.