Ársreikningar

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 12:00:39 (7507)

2001-05-11 12:00:39# 126. lþ. 120.26 fundur 685. mál: #A ársreikningar# (ársreikningaskrá) frv. 58/2001, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[12:00]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum um ársreikninga.

Nefndin hefur fjallað um málið og sent það til umsagnar og kallað ýmsa aðila á sinn fund sem getið er á þskj. 1219.

Nefndin stendur öll að tillögu til breytingar á frv. sem gengur út á það að eyða tortryggni sem upp gæti komið þegar sannreynt er hvort fyrirtæki uppfylli þær kröfur sem þarf til að mega senda ársreikninga sína inn á samandregnu formi.

Allir nefndarmenn skrifa undir nál. en fyrirvarar eru frá tveim hv. þm., Jóhönnu Sigurðardóttur og Margréti Frímannsdóttur.