Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 13:33:26 (7521)

2001-05-11 13:33:26# 126. lþ. 120.1 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[13:33]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til róttækar breytingar á frv. um sölu eignarhluta ríkisins í bönkunum. Meginbreytingarnar eru að lagt er til að ríkisstjórnin fái einungis heimild til að selja hlutafé sitt í Búnaðarbankanum. Dreifð eignaraðild verði tryggð með því að 10% af hlutafé bankans verði skipt jafnt milli íslenskra ríkisborgara með tilteknum kvöðum. Starfsöryggi starfsmanna verði tryggt með því að eðlileg velta starfsmanna verði höfð í fyrirrúmi við hagræðingu innan bankans og starfsfólki boðið upp á endurmenntun og starfsþjálfun. Sömuleiðis er lagt til að starfsmenn fái stjórn með fullum réttindum.

Þetta eru brtt. okkar. Ég segi já við þessari tillögu en verði tillögur okkar felldar þá munum við sitja hjá við afgreiðslu þessa frv.