Viðskiptabankar og sparisjóðir

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 13:52:56 (7528)

2001-05-11 13:52:56# 126. lþ. 120.3 fundur 567. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (breyting sparisjóðs í hlutafélag) frv. 71/2001, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[13:52]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Við þingmenn Vinstri hreyfingar -- græns framboðs munum ekki leggjast gegn því að stofnfjáreigendur í sparisjóðum geti með 2/3 hlutum greiddra atkvæða tekið ákvörðun um að breyta stofnununum í hlutafélög. Hins vegar eru ágallar á þessu frv. og afstaða okkar er sú að betur þyrfti að búa um sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt sparisjóðanna þannig t.d. að mönnum stæðu fleiri kostir til boða til þess að afla sparisjóðunum nýs fjár en þeir einir að breyta þeim í hlutafélög. Sú afstaða fékk ekki hljómgrunn og með vísan til þess og þeirra ágalla sem eru á þessu máli munum við sitja hjá við þessar efnisgreinar frv.