Tollalög

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 16:48:57 (7569)

2001-05-11 16:48:57# 126. lþ. 120.47 fundur 731. mál: #A tollalög# (grænmetistegundir) frv. 86/2001, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[16:48]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Hæstv. ráðherra fullyrti töluvert í umræðunni áðan þegar hann var að tala um að þetta mundi skila sér í tollalækkunum sem næmu allt upp í 100 millj. Mér heyrist að hann sé að draga í land þannig að það er nokkuð óljóst hvernig þetta skilar sér til neytenda. Ég mun því ganga eftir því í nefndarstörfunum og bið hæstv. ráðherra um að undirbúa það þannig að efh.- og viðskn. geti þá fengið slíkar tölur um hvað mikið við erum að tala varðandi heildarinnflutninginn sem tollar mundu þá verða lækkaðir, sem eru um 5.000 tonn á ári.

Ég spurði hæstv. ráðherra líka um það sem ASÍ hefur lagt áherslu á að komi líka í þessum sama áfanga, en hæstv. ráðherra hefur ekki svarað, þ.e. að samkeppni verði efld í mörkuðum með verðkönnunum og virkari upplýsingagjöf en verið hefur.

Ef hæstv. ráðherra getur svarað þessu áður en umræðunni lýkur, þá væri það ágætt. Að öðru leyti mun ég reyna að greiða fyrir þessu máli í efh.- og viðskn.