Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 18:11:59 (7588)

2001-05-11 18:11:59# 126. lþ. 120.48 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[18:11]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör og fagna því að tillögur komi á haustþingi um sveigjanleg starfslok. Ég mundi gjarnan inna hæstv. ráðherra eftir því, herra forseti, hvenær sveigjanleg starfslok eru ráðgerð og hvort það komi frekari breytingar til að auðvelda fólki sveigjanleg starfslok. Það þarf að gera breytingar á fleiri lögum ef raunveruleg sveigjanleg starfslok eiga að vera möguleg, m.a. í sambandi við lög um opinbera starfsmenn og ýmis fleiri lög. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort það sé ráðgert samhliða þessari lagabreytingu.

Sömuleiðis varðandi það sem hann sagði um kynninguna og að það var a.m.k. nokkuð misvísandi hvernig sett var þar fram varðandi atvinnutekjur öryrkjanna, hvernig þær væru settar til hliðar, þá las ég þetta beint upp úr Morgunblaðinu. Það segir að tekin séu 40% og síðan eru skerðingarnar sem eru ekki gagnvart frv. Þegar menn lesa og hlusta á þessar kynningar og fæstir með þessa skýrslu voru a.m.k. komnar þarna fram misvísandi upplýsingar. En ég sé það þegar maður fer að lesa skýrsluna að þarna er aðeins gert ráð fyrir skerðingu á tveimur bótaflokkum af mörgum.

En hver verða næstu skref? Verða fleiri skref tekin en sveigjanlegu starfslokin á haustþinginu? Er hæstv. ráðherra með áform uppi um víðtækari breytingar og kjarabætur fyrir þennan hóp?