Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 18:28:28 (7593)

2001-05-11 18:28:28# 126. lþ. 120.48 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[18:28]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg ljóst að þarna hefur verið nokkur ónákvæmni, kannski í töluðum orðum og fréttamenn jafnvel tekið þau upp og flutt þau þannig. Þetta stendur auðvitað skýrt í frv. en ég vil taka fram að það er heldur ekki allt í frv. sem kemur fram í skýrslunni eins og t.d. sveigjanleg starfslok og eins varðandi frítekjumarkið. Sveigjanleg starfslok eiga eftir að koma síðar í haust, eins og hæstv. ráðherra sagði, og frítekjumarkið með reglugerð þannig að þetta mun líka rugla fólk svolítið í ríminu.