Vinnubrögð við fundarboðun

Laugardaginn 12. maí 2001, kl. 18:43:34 (7626)

2001-05-12 18:43:34# 126. lþ. 121.91 fundur 537#B vinnubrögð við fundarboðun# (um fundarstjórn), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 126. lþ.

[18:43]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Ég vil að gefnu tilefni taka skýrt fram að boðað var til þingflokksfunda í stjórnarflokkunum með mjög skömmum fyrirvara. Mér þykir miður að stjórnarandstaðan sé hér að gera því skóna að forseti Alþingis hafi vitað um það með löngum fyrirvara að staðið hafi til að dreifa þingmáli. Það er nú bara einu sinni þannig að stundum er verið að taka ákvarðanir mjög hratt. Ég þarf ekkert að fjölyrða um það. Það þekkjum við. Ekki var beðið um að boðað sé til fundar í stjórnarflokkunum fyrr en um þrjúleytið og þá vissum við ekki hvað til stóð. Því er alveg ljóst að hlutirnir gerast hratt og ég vildi koma upp í ræðustól til þess að lýsa því. Ég veit ekki til þess að nokkurs staðar hafi verið búið að taka ákvörðun um að leggja þetta frv. fram fyrr en sjútvrh. kom á fund til okkar með frv. í höndunum.