Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 10:25:10 (7658)

2001-05-14 10:25:10# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[10:25]

Forseti (Halldór Blöndal):

Forseta hefur borist svohljóðandi bréf:

,,Þingflokkur Frjálslynda flokksins fer fram á að ræðutími um stjórnarfrv., 737. mál, þskj. 1307, við 1. umræðu verði tvöfaldur, sbr. 55. gr. þingskapa. Hér er um svo mikilvægt mál að ræða að því verða ekki gerð fullnægjandi skil með venjulegum ræðutíma.

Virðingarfyllst,

f.h. þingflokks Frjálslynda flokksins,

Margrét K. Sverrisdóttir.``

Síðasti málsliður 4. mgr. 55. gr. þingskapa er svohljóðandi:

,,Hver þingflokkur á rétt á að fá ræðutíma samkvæmt þessari málsgrein lengdan, allt að tvöföldum tíma, ef fyrir liggur rökstudd beiðni þar að lútandi áður en frumvarp er tekið til umræðu.``

Verður við þessari beiðni orðið.