Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 10:33:26 (7661)

2001-05-14 10:33:26# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[10:33]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef út af fyrir sig engar athugasemdir við það að Sjómannasambandið og Farmanna- og fiskimannasambandið ljúki verkfallinu með því að aflýsa því. Þá er megintilgangi frv. náð um að verkfallinu ljúki og flotinn geti farið aftur af stað. Ég geri því engar athugasemdir við það. Verði það gert eru þau ákvæði frv. er lúta að því að aflýsa verkfallinu óþörf en eftir stendur þá verkbann útvegsmanna og aflýsi þeir ekki verkbanninu, þá þyrfti að koma til lagasetningar til að enda verkbannið. Mér sýnist á þeirri stöðu sem þá væri komin upp að ekki væri heldur ástæða til gerðardóms. Hins vegar eru önnur atriði í frv. er varða Kvótaþingið og Verðlagsstofu og eru í beinu samhengi við þann samning sem þegar hefur náðst á þessu kjarasviði. Ég sæi enga ástæðu til þess að draga þau atriði til baka þótt verkfallinu væri aflýst. En varðandi þá hættu að um launalækkun væri að ræða í þessu tilfelli þá get ég ekki séð annað en gerðardómur hafi fullt svigrúm til þess að taka tillit til slíkra þátta í úrskurði sínum.