Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 14:03:55 (7695)

2001-05-14 14:03:55# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[14:03]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að þetta svar hafi ekki skýrt það sem ég spurði um. Ég sagði að ég sæi ekki annað en að sjómenn ættu aðeins tvo kosti í stöðunni eins og málið væri upp sett. LÍÚ hefur neitað að breyta út frá samkomulagi vélstjóranna og ríkisstjórnin ætlar að festa það sem grundvöll í gerðardómi í lagafrv. Hvort tveggja er binding ef eftir gengur upp á fjögur og hálft ár. Og þingmaðurinn telur, sem ég held að megi kannski velta fyrir sér sem afleiðingu, að þá væri hálfpartinn búið að rústa samtök sjómanna. Ætlar þingmaðurinn að standa að því?