Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 18:48:34 (7729)

2001-05-14 18:48:34# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[18:48]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Það komu ekki skýr svör við fyrirspurninni en ef ég skil hv. þm. rétt, að hann vísi til þeirra aðferða sem tíðkast nú hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, finnst mér liggja í orðum hans að hreinlega megi leggja niður allt sem heita samninganefndir og þetta eigi þá að vera á höndum hvers einstaklings sem beri þá fulla ábyrgð á því að fylgjast með kjörum sambærilegra stétta í landinu og hver og einn eigi að semja fyrir sig.

Ég er hrædd um það, herra forseti, að ef þetta á að verða sú leið sem við eigum að feta í framtíðinni þá sitji stórir hópar eftir og það ekki á einhverjum meðallaunum heldur á mjög lágum launum.