Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 22:18:38 (7767)

2001-05-14 22:18:38# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[22:18]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson kemst mjög einkennilega að orði þegar hann segir að útvegsmenn hafi enn þá sjálfsafgreiðslu í sjútvrn. (ÖS: Er það kannski nýmæli?) --- Enn þá. Það hlýtur að þýða að í hans huga hafi það verið svo áður. Það getur vel verið að hann hafi meiri reynslu af þessu en ég því árið 1994 sat hann í ríkisstjórn sem lagði fram frv. á Alþingi, sem var samþykkt, um að setja lög á verkföll sjómanna eftir tólf daga. Í dag hefur verkfall sjómanna staðið í 42 daga, 30 dögum lengur. Þeir hafa fengið 30 daga meira svigrúm og 30 dögum meiri þolinmæði en hv. þm. Össur Skarphéðinsson sýndi þegar hann sat í ríkisstjórn.