Frumvarp um kjaramál fiskimanna

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 10:14:32 (7780)

2001-05-15 10:14:32# 126. lþ. 123.91 fundur 545#B frumvarp um kjaramál fiskimanna# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[10:14]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að þrátt fyrir nefndavinnuna í nótt tel ég að við séum að taka til umræðu mál sem er enn þannig í pottinn búið að það stangist á við viðmið sem eðlilegt væri að hafa, ætli menn að ræða frv. eins og þetta.

Herra forseti. Ég bendi á að í 2. gr. frv. eru ákvæði sem hvergi finnast nema í samningi Vélstjórafélagsins. Þau orð sem þar standa finnast hvergi í kjarasamningum annars staðar en í nýjum samningi Vélstjórafélagsins þannig að það fer ekkert á milli mála að menn eru enn við sama heygarðshornið.