Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 11:24:00 (7800)

2001-05-15 11:24:00# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, Frsm. minni hluta SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[11:24]

Frsm. minni hluta sjútvn. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil kalla eftir því við hv. formann sjútvn. hvort honum finnist ekki ástæða til að kalla nefndina saman fyrr, hvort ekki væri ástæða til að þeim umræðum sem nú standa á hinu háa Alþingi yrði frestað meðan menn væru að átta sig á nýrri stöðu, fara yfir hana og skoða hvort ekki væri ástæða til að fara í frekari breytingar á því frv. sem fyrir Alþingi liggur.

Herra forseti. Ég held að það sé fásinna að halda áfram að ræða þetta frv. vegna þess að það er alveg ljóst að á því verður að gera heilmiklar breytingar áður en meiri hlutinn á Alþingi getur gert það að lögum sem hann á endanum kýs eða telur að rétt sé í þeirri stöðu sem hann horfir til hér.