Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 11:28:02 (7803)

2001-05-15 11:28:02# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, GAK (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[11:28]

Guðjón A. Kristjánsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil mælast til þess í ljósi þess sem hér hefur borið við að umræðunni verði frestað a.m.k. til kl. hálftvö þannig að mönnum gæfist aðeins tóm til að skoða þá stöðu sem upp er komin. Mér leikur t.d. forvitni á að vita hvort Alþýðusamband Vestfjarða er sömu skoðunar og Sjómannasambandið. Ég held að það sé rétt að gefa þingmönnum örlítinn tíma til að fá aðeins skýrari línur í þau mál og legg þess vegna til við hæstv. forseta að næsta mál verði rætt fram til kl. eitt þegar væntanlega verður gefið matarhlé og menn taki þá aftur til við þessa umræðu kl. hálftvö ef ástæða þykir til að fara þá í umræðuna óbreytta.