Framhaldsskólar

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 11:42:40 (7812)

2001-05-15 11:42:40# 126. lþ. 123.13 fundur 653. mál: #A framhaldsskólar# (deildarstjórar) frv. 51/2001, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[11:42]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breyting á lögum um framhaldsskóla, nr. 80/1996, með síðari breytingum, frá menntmn.

Frumvarpið er flutt í tengslum við lausn kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara, Félags stjórnenda í framhaldsskólum og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs í janúar sl.

Þann 8. janúar sl. gaf menntamálaráðherra út tvær endurskoðaðar reglugerðir um starfsemi framhaldsskóla, um starfslið og skipulag framhaldsskóla, nr. 5/2001, og um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga, nr. 6/2001. Endurskoðun þessara reglugerða var hluti af lausn kjaradeilu fyrrnefndra aðila. Fyrri reglugerðin fól í sér veigamiklar breytingar á innra skipulagi framhaldsskóla. Mikilvæg ákvæði um vinnutíma, skiptingu starfa og ábyrgð eru nú skilgreind í reglugerð í stað kjarasamnings áður. Í samræmi við framangreindar breytingar er með frumvarpinu lagt til að starfsheitið deildarstjóri verði fellt niður í lögum um framhaldsskóla.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Menntmn. er einróma í afstöðu sinni til málsins.