Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 15:05:17 (7821)

2001-05-15 15:05:17# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[15:05]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég svara þessari fyrirspurn hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar með mikilli ánægju. Ég er sammála honum í þeirri greiningu að Sjálfstfl. hefur breyst á undanförnum árum. Hann hefur breyst í hagsmunagæsluflokk fjármagnseigenda í landinu, hagsmunagæsluflokk útgerðarmanna. Hann hefur ýtt hagsmunum launþega til hliðar. Þannig held ég að Sjálfstfl. hafi breyst, það er sýn mín á flokkinn í dag.

Reyndar var það svo að meðan ég var í Sjálfstfl. var ég alltaf á öndverðum meiði við Sjálfstfl. varðandi kvótakerfi fiskveiða og stjórnkerfi fiskveiðanna. (Gripið fram í.) Ég sé að þeir gleðjast hér, fyrrverandi félagar mínir, og ég fagna því að hjarta þeirra getur enn þá glaðst í þessum sal.

Þeim spurningum sem hv. þm. bar hér fram er því einfaldlega hægt að svara með jái. Þetta hefur því miður verið þróun og vegferð Sjálfstfl. á síðustu árum.