Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 16:31:35 (7834)

2001-05-15 16:31:35# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[16:31]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þessi 2. umr. um frv. hefur nú staðið í sex klukkutíma rúma, sex og hálfan, og það er aðallega stjórnarandstaðan sem talar. Telur hv. þm. ekki að hægt sé að stytta mál sitt dálítið, vera markvissari og stuttorðari og fara ekki út um víðan völl (ÖJ: Ert þú ... umræðuna?) með hliðsjón af þeim og af tillitssemi við þá sem ganga um atvinnulausir á grundvelli þessarar deilu, með því að finna til með því fólki sem sér fyrirtækið sem það vinnur hjá lenda í miklum vandræðum út af þessari deilu, hugsanlega gjaldþrotum, hugsanlega miklum hagræðingaraðgerðum, uppsögnum og slíku? Getum við ekki reynt að stytta umræðuna og drífa þetta mál í gegn?