Ávana- og fíkniefni

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 18:27:58 (7849)

2001-05-15 18:27:58# 126. lþ. 123.18 fundur 630. mál: #A ávana- og fíkniefni# (óheimil efni) frv. 68/2001, Frsm. JBjart
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[18:27]

Frsm. heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1256 um frv. til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, frá hv. heilbr.- og trn.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Vilborgu Hauksdóttur og Ingolf J. Petersen frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.

Með frumvarpinu er brugðist við óvissu sem risið hefur vegna dóma þar sem sýknað var af ákærum um brot á lögunum um ávana- og fíkniefni, þar sem refsiheimildir þóttu ófullnægjandi, og hefur af þeim sökum ekki verið talið fært að höfða mál vegna þeirra efna sem um ræðir í frumvarpinu. Með frumvarpinu eru jafnframt færð undir gildissvið laga sölt, estar, peptíð og hvers konar afleiður þeirra efna sem talin eru upp í 6. gr. laganna. Tilgangur frumvarpsins er þannig að fylla upp í gloppur sem reyndust vera í lögunum og telur nefndin brýnt að svo verði gert.

Heilbr.- og trn. leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt og undir álitið rita allir hv. þm. nefndarinnar.