Sala kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 18:36:37 (7853)

2001-05-15 18:36:37# 126. lþ. 123.20 fundur 626. mál: #A sala kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða# frv. 53/2001, Frsm. MS
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[18:36]

Frsm. félmn. (Magnús Stefánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. félmn. um frv. til laga um sölu kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða í Fljótsdalshreppi.

Við umfjöllun málsins fékk nefndin umsögn frá sveitarstjórn Fljótsdalshrepps.

Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að selja kristfjárjarðirnar Arnheiðarstaði og Droplaugarstaði í Fljótsdalshreppi ábúendum og að andvirði þeirra verði varið til félagslegra framkvæmda í hreppnum.

Félmn. mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt og að þessu áliti standa allir hv. þm., fulltrúar í félmn., en hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon skrifaði undir álitið með fyrirvara.